Nema hvað. Morgunmaturinn samanstóð af þremur harðsoðnum eggjum og stóru vatnsglasi með klökum. Þetta var pínu eins og að ég væri að þvinga ofan í mig mat. Hverjum langar í þrjú harðsoðin egg á morgnanna? Eh, ekki mér! Eftir að hafa stöffað andlitið á mér með eggjum sötraði ég grænt te, eins og þetta sem sést á myndinni hérna fyrir neðan, og kaffi. Ommnommnomm, kaffi!
![]() |
Þetta te fæst líklega í öllum búðum. |
Rétt fyrir hádegið gúffaði ég í mig smá LKL-hrökkbrauði með parmaskinku og tveimur bitum af rauðri papriku og skellti mér svo í ræktina. Eftir nokkuð góða æfinginu í hádeginu skellti ég mér á Culican og keypti mér einhvern svona LKL-rétt með kúrbít og nautahakki. Allt í lagi en kannski ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.
Eftir því sem dagurinn leið tók ég eftir einu: Ég var aðeins jafnari í orkunni en ég er alla jafna. Og ég fann ekki fyrir svona nagandi svengd eins og ég finn stundum fyrir þegar maður er að éta "venjulega". Eftir vinnu keyrði ég út í Hafnarfjörð og keypti mér dálítið af Atkins vörunum. Það er m.a. hægt að kaupa súkkulaði stykki og próteindrykki sem eru með lágt kolvetnainnihald og því ágætt að hafa við höndina. Að minnsta kosti mun skárra að éta svoleiðis stöff en Snickers (ég fitna við að hugsa um Snickers).
![]() |
Þetta stöff er selt í Bætiefnabúllunni í Hafnarfirði. |
Kvöldmaturinn samanstóð svo af beikoni og eggjum, með pínulítið af tómatsósu út á. Skolað niður með sódavatni. Ljómandi fínt. Og núna, þegar klukkan er að halla sér í miðnætti, er ég að klára að baka smá hrökkkex úr LKL-bókinni góðu.
eggin verða skárri ef þú stappar þau í smjöri
ReplyDeletekv
Anna