Annars hefur dagur tvö verið nokkuð áreynslulaus, so to speak. Dagurinn byrjaði á þremur harðsoðnum eggjum. Eftir að hafa troðið þeim í andlitið á mér og skolað þeim niður með hálfum lítra að klakavatni fannst mér ég skilja hvernig föngum í Guantanamo Bay líður eftir að mat hefur verið þvingað niður þverrifuna á þeim. Sem sagt: Þrjú harðsoðin egg á morgnanna eru ekki sexí.
Kvöldmaturinn samanstóð af ofnbökuðum kjúkling með sítrónu í bossanum og blómkáls-kartöflumús, bragðbættri með ferskum kryddjurtum. Salat til hliðar. Fínt stöff. Í eftirrétt andaði ég að mér ótæpilegu magni af rabbabarapæi með rjóma (stolin uppskrift hérna fyrir neðan).
Það er merkilegt með þennan LKL-lífstíl að maður verður dálítið öðruvísi saddur af því að éta mjög lítið af kolvetnum. Það er ekki þessi útkýlda tilfinning sem maður finnur oft þegar maður hefur gúffað í sig vikuskammti af ruslfæði á örfáum sekúndum. Það er eitthvað sem maður þarf að venjast. Svo þetta með hausverkinn. Hann er ekki hressandi, en mér skilst að hann hverfi á nokkrum dögum, til allrar hamingju.
Kvöldmaturinn samanstóð af ofnbökuðum kjúkling með sítrónu í bossanum og blómkáls-kartöflumús, bragðbættri með ferskum kryddjurtum. Salat til hliðar. Fínt stöff. Í eftirrétt andaði ég að mér ótæpilegu magni af rabbabarapæi með rjóma (stolin uppskrift hérna fyrir neðan).
Það er merkilegt með þennan LKL-lífstíl að maður verður dálítið öðruvísi saddur af því að éta mjög lítið af kolvetnum. Það er ekki þessi útkýlda tilfinning sem maður finnur oft þegar maður hefur gúffað í sig vikuskammti af ruslfæði á örfáum sekúndum. Það er eitthvað sem maður þarf að venjast. Svo þetta með hausverkinn. Hann er ekki hressandi, en mér skilst að hann hverfi á nokkrum dögum, til allrar hamingju.
No comments:
Post a Comment