Það þarf ekki að vera flókið að finna sér eitthvað að borða þegar maður er að forðast kolvetnin. Í kvöld fékk ég ofnbakaðan kjúkling (kryddaðan með s&p, rósmarín og heil götuð sítróna sett inn í bossann á honum, bakaður á 180°C í eina og hálfa klst.). Með þessu fylgir salat úr garðinum með avacado, sólblóma- og graskersfræjum. Til hliðar við þetta allt saman fylgir svo yuzu jalapeno sósan hennar Hrefnu Sætran, sem er mjög lág í kolvetnum.
No comments:
Post a Comment