Thursday, July 25, 2013

Að borða LKL á ferðalagi og Ketostix


Á sunnudaginn skellti fjölskyldan sér í ferðalag til Flateyjar. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, fyrir utan það að ég hafði örlitlar áhyggjur af því hvort að mér tækist að halda mig við efnið, on the road. Ég var staðráðinn í að halda mig við efnið og bakaði því slatta áður en ég lagði í hann. Ofan í tösku stakk ég hrökkbrauði, rúnstykkjum, eggjum og slatta af hreinu skyri og rjóma. Annars var ég ready til þess að borða bara það sem aðrir borða, s.s. því sem var hent á grillið.

Í Flatey er einn veitingarstaður og hann er á hótelinu. Annan daginn í Flatey gengum við familían um eyjuna og áðum á hótelinu. Þar vandaðist málið, þar sem more or less allt sem í boði var kallaði á að ég innbyrti kolvetni. En nei, með því að biðja einfaldlega um að brauðinu yrði sleppt í opnu samlokunni með reyktum silung var ég hólpinn. Þetta er auðvitað eitthvað sem er auðvelt að gera og það, að ekki sé boðið upp á low carb væna rétti á veitingastöðum er ekki afsökun til þess að gúffa í sig því sem manni langar í.

Þegar við vorum á leiðinni aftur heim var ég orðinn ansi svangur í þegar við lögðumst að bryggju í Stykkishólmi. Í stað þess að úða í mig alls kyns drasli og eyðileggja átakið rölti ég inn í Bónus og keypti mér ítalska hráskinku og eina Diet Coke. Þetta var ljómandi fínn hádegisverður sem auðvelt er að verða sér út um nánast hvar sem er.
Þetta kostar sirka 2.600 krónur í næsta apóteki.

Eftir að heim var komið renndi ég við í Lyfju og keypti mér Ketostix. Þetta eru svona pinnar sem maður dýfir ofan í þvag og þannig má sjá hvort að maður sé í ketosis eður ei. Mér til mikillar ánægju er ég í kominn í það ástand og nú er það svo að maður svo gott sem pissar út selspikinu sem hingað til hefur verið alltumvefjandi í mínu lífi. Og þessu mátti finna stað á vigtinni í morgun sem sagði mér í morgun að ég væri 95.2 kg og að fituprósentan færi lækkandi.

No comments:

Post a Comment