Þegar svona er í pottinn búið er úr vöndu að ráða þegar það kemur að því að elda, sem oftast lendir á fitubollunni á heimilinu. En í raun er ekki svo flókið að elda LKL handa öllum og bæta við eins og einum rétti sem er troðfullur af kolvetnum handa þeim sem ekki blása út við það að hugsa um sælgæti.
Í gærkvöldi var boðið upp á uppskrift frá Jamie Oliver. Kjúklingabringur, kryddaðar með S&P, röspuðum berki af einni sítrónu (2g carb í 100g) og ferskum tímían laufum. Ágætt að skera bringurnar í tvennt á þverveginn til þess að það sé fljótlegra að steikja þær á pönnu. Með þessu var borin fram kartöflumús úr soðnum kartöflum, smjöri og maískorni, sem er hrært út í eftir að kartöflurnar hafa verið stappaðar (ég fékk blómkáls "kartöflumús" með kóríander). Til hliðar: Salat úr basil og tómötum með smá rauðvínsediki og olífuolíu.
Steinliggur og allir glaðir (nema matvanda barnið, sem fékk á endanum brauðsneið).
Steinliggur og allir glaðir (nema matvanda barnið, sem fékk á endanum brauðsneið).
No comments:
Post a Comment