Wednesday, July 17, 2013
Fituprósentan þokast upp!
Hlunkaðist á vigtina í morgun og í augnablik var ég afskaplega glaður. Vigtin færði mér þau tíðindi að ég var u.þ.b. 500 grömmum léttari í dag en í gær. En svo kom reiðarslagið: Fituprósentan hafði þokast upp um 0.8 prósentustig!
Vöðvar eru þyngri en fita, þannig að eðlilega má velta því fyrir sér hvort að þeir litlu vesalings vöðvar sem ég þó var með hafi horfið og hvalspikið tekið við? Mun leita sannleikans í þessu máli í dag.
(Og á meðan ég man þá passar það fínt að bæta smá smjöri út á eggin á morgnanna til þess að maður kúgist ekki, eins og Anna var svo elskuleg að benda á í kommenti hérna fyrir neðan.)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment