Friday, August 9, 2013

Fataskápurinn stækkar

Á tæpum fjórum vikum á lágkolvetna kúrnum hefur magamálið mitt minnkað um 8 cm. Til þess að fagna þessum tímamótum fór ég út í bílskúr í gær, að leita af gömlum fötum. Flestum flíkunum hafði verið pakkað niður þegar ekki var lengur hægt að koma bumbunni fyrir í þeim. Það var ánægjulegt að komast aftur í föt sem manni fannst hafa verið send í helgan stein langt fyrir aldur fram. Fataskápurinn hefur stækkað umtalsvert fyrir vikið. Og mun halda áfram að stækka með þessu áframhaldi.

Enn sem komið er hef ég ekki tekið neina nammidaga og hef ekki í hyggju að byrja á því núna. Þó er ég að fara á árshátíð í vinnunni minni þann 7. september, þar sem boðið verður upp á alls kyns kræsingar sem erfitt verður að fúlsa við. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að ég muni éta sykur og önnur kolvetni á þeim degi. 

Þegar ég er kominn niður í mína kjörþyngd, sem er eitthvað í kringum 82-3 kg, þá hafði ég hugsað mér að byrja að leyfa mér meira. Á meðal þess sem ég mun þá taka inn eru flókin kolvetni, s.s. sætar kartöflur og baunir. Ég hugsa að ég muni ekki éta kartöflur aftur og sé ekki fram á að sakna þeirra neitt sérstaklega. Hefðbundið brauð er líka að mestu leyti úti um alla framtíð, hugsa ég. Þá geri ég ráð fyrir því að ég muni leyfa mér einhver sætindi endrum og eins, en þó ekki þannig að ég sé að gúffa í mig Vesturbæjarís á hverju kvöldi. Hef mjög takmarkaðan áhuga á að missa tökin aftur -- einfaldlega nenni því ekki.

Friday, August 2, 2013

Að gefast upp á átakinu


Undanfarnir dagar hafa verið pínu erfiðir. Ekki að það sé erfitt að halda sig við að borða bara lág kolvetna fæði - það er eiginlega ekkert mál þessa dagana - heldur frekar hefur mér fundist svo lítið vera að gerast. Nánast óháð því hvað ég hef verið duglegur að forðast kolvetni og mælist dag eftir dag í ketosis-ástandi er ég alltaf jafn spikfeitur þegar ég stíg á vigtina. Ég get ekki neitað því að mér "finnst" ég vera grennri og málbandið segir aðeins aðra sögu en helvítis svikula vigtin mín.

Eftir að hafa heitið því að kveikja í vigtinni og henda henni út í tunnu gaf hún sig. Í dag er ég léttari en ég hef verið í heilt ár og var 94.4 kg þegar ég hlunkaðist fram úr í morgun. Það þýðir basically að ég hef léttst um 5.5 kg frá því ég var hvað þyngstur.

Ég var orðinn frekar frústreraður og fannst lítið vera að gerast í þessum pakka undanfarið. Í gær, hins vegar, neyddist ég til þess að drattast upp Esjuna með vinnufélaga mínum. Ég var búinn að vera að plana að fara aftur í ræktina eftir að hafa verið í pásu síðan ég byrjaði á LKL, en ekki haft mig af stað. Þannig að Esju-röltið í gær kom þessu hressilega á hreyfingu.

Það var svolítið merkilegt við að labba á Esjuna í gærkvöldi. Áður en ég lagði í hann fékk ég mér kaffibolla með kókosolíu út í og pínulítið oststykki en hafði ekki borðað kvöldmat. Þrátt fyrir rúmlega þriggja tíma fjallgöngu fann ég ekkert fyrir svengd allan tímann. Þegar ég kom aftur heim fékk ég mér vatn að drekka og svo einn NOW próteindrykk. Þetta ku vera eitt af því sem gerist þegar maður er á LKL - maður finnur ekki svo mikið fyrir svengd. Það er eiginlega dálítið gaman að hafa matarlystina sína "under control". Ég hef svo lengi verið í þeirri stöðu að truflast hreinlega af svengd, endrum og eins, og þurfa þá að raða í mig alls kyns rusli til þess að svala þörfinni. Það eru ekki "kalkúleraðar" ákvarðanir að baki því sem verður fyrir valinu þá - þvert á móti er það einfaldlega það sem er hendi næst. Gott að vera laus við það.

Sunday, July 28, 2013

Sunnudagssteikin, low carb style


Það þarf ekki að vera flókið að finna sér eitthvað að borða þegar maður er að forðast kolvetnin. Í kvöld fékk ég ofnbakaðan kjúkling (kryddaðan með s&p, rósmarín og heil götuð sítróna sett inn í bossann á honum, bakaður á 180°C í eina og hálfa klst.). Með þessu fylgir salat úr garðinum með avacado, sólblóma- og graskersfræjum. Til hliðar við þetta allt saman fylgir svo yuzu jalapeno sósan hennar Hrefnu Sætran, sem er mjög lág í kolvetnum.

Thursday, July 25, 2013

Að borða LKL á ferðalagi og Ketostix


Á sunnudaginn skellti fjölskyldan sér í ferðalag til Flateyjar. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, fyrir utan það að ég hafði örlitlar áhyggjur af því hvort að mér tækist að halda mig við efnið, on the road. Ég var staðráðinn í að halda mig við efnið og bakaði því slatta áður en ég lagði í hann. Ofan í tösku stakk ég hrökkbrauði, rúnstykkjum, eggjum og slatta af hreinu skyri og rjóma. Annars var ég ready til þess að borða bara það sem aðrir borða, s.s. því sem var hent á grillið.

Í Flatey er einn veitingarstaður og hann er á hótelinu. Annan daginn í Flatey gengum við familían um eyjuna og áðum á hótelinu. Þar vandaðist málið, þar sem more or less allt sem í boði var kallaði á að ég innbyrti kolvetni. En nei, með því að biðja einfaldlega um að brauðinu yrði sleppt í opnu samlokunni með reyktum silung var ég hólpinn. Þetta er auðvitað eitthvað sem er auðvelt að gera og það, að ekki sé boðið upp á low carb væna rétti á veitingastöðum er ekki afsökun til þess að gúffa í sig því sem manni langar í.

Þegar við vorum á leiðinni aftur heim var ég orðinn ansi svangur í þegar við lögðumst að bryggju í Stykkishólmi. Í stað þess að úða í mig alls kyns drasli og eyðileggja átakið rölti ég inn í Bónus og keypti mér ítalska hráskinku og eina Diet Coke. Þetta var ljómandi fínn hádegisverður sem auðvelt er að verða sér út um nánast hvar sem er.
Þetta kostar sirka 2.600 krónur í næsta apóteki.

Eftir að heim var komið renndi ég við í Lyfju og keypti mér Ketostix. Þetta eru svona pinnar sem maður dýfir ofan í þvag og þannig má sjá hvort að maður sé í ketosis eður ei. Mér til mikillar ánægju er ég í kominn í það ástand og nú er það svo að maður svo gott sem pissar út selspikinu sem hingað til hefur verið alltumvefjandi í mínu lífi. Og þessu mátti finna stað á vigtinni í morgun sem sagði mér í morgun að ég væri 95.2 kg og að fituprósentan færi lækkandi.

Saturday, July 20, 2013

Empowered by the Low Carb Diet

Tonight's dinner consisted of a low carb hamburger with rocket salad, red
bell peppers and mayo with a dash of ketchup. Into the burger I stuffed
Camembert and blue cheese. Of course the bun was low carb.
One of the things I love about the low carb diet is that I finally feel like I'm in control of my weight. Having lost three kilos in just five days fills me with a sense of empowerment, which I haven't felt for a long time. When you're stuffing crap into your face, knowing that you'll get fatter from it, you get to a point where you feel utterly out of control (and I'm not even THAT fat).


Gone are those days and I look forward to seeing more results tomorrow.

Baking: A Part of the Low Carb Lifestyle

If you're contemplating the low carb lifestyle and don't like cooking or baking, you're in a bit of trouble. Why? Well since most of the foodstuff you need to eat when you're monitoring your carb intake isn't readily available in your local grocery store (at least not in Iceland or other countries I've visited, which are quite a few). Anywho, in order to tackle this problem head first, best find your apron and put on your baking mood.

Today, I've spent a couple of hours getting ready for a TV night tonight and then a two day trip I'm taking the family on. That means baking and cooking. For tonight I put together a very tasty ice cream, which adheres to the low carb diet. This is what I did:

Ice Cream

My daughter dipping into the vanilla ice cream.


  • 5 eggs.
  • 5 tablespoons xylitol.
    • Whip together for 5 minutes with flavoring of your choice (I divided the recipe into two and added one espresso into one bowl and two teaspoons of vanilla essence to the other one). 
  • In a separate bowl, whip 5 dl of cream.
  • Mix carefully and slowly to egg mixture and dump into the freezer for a couple of hours.
---

Tonight I'm feeding the family hamburgers. Since fatsos like me can't eat the regular kind of hamburger buns, I made my own. This what low carb buns look like:

Hamburger Buns


Hamburger buns or just bread rolls. 


  • 2 eggs.
  • 3 dl almond flour.
  • 2 teaspoons baking powder.
  • 1 teaspoon salt.
  • 2.5 dl boiled water.
  1. Mix together the dry ingredients.
  2. Add the eggs and mix.
  3. Add the boiled water.
  4. Leave to set for a 5 minutes, as mixture is very moist.
  5. Cover an oven plate with baking paper.
  6. Divide mixture in five.
  7. Bake for 50 minutes in a 180°C warm oven.
---
For the travelling I plan to take four of the hamburger buns and use as sandwiches (tastes better than it sounds). Also, I will be taking crisp bread, also baked today. Tastes great with butter only, cheese or cottage cheese (a personal favorite). This what you do:

Crisp Bread

What the crisp bread looked like, before it hit the oven.
  • 4 dl sesame seeds.
  • 4 dl linseeds.
  • 2 dl pumpkin seeds.
  • 2 dl sunflower seeds.
  • 2 dl egg whites (about 6 egg whites).
  • 3 dl boiling water.
  • 1 tablespoon salt.
  1. Mix it all together and leave to set for about 20 minutes.
  2. Divide mixture into two parts and spread each part on an oven plate (make sure it's not too thick or too thin).
  3. Bake at 120°C in an hot-air oven for 1 hour.

Friday, July 19, 2013

Bless fitubollur!

Á morgnanna fæ ég mér svart kaffi með smá kókosolíu
út í, sem bragðast betur en ég hefði þorað að vona.
Húrra! Þetta þokast í rétta átt. Þegar ég hlunkaðist á vigtina í morgun sýndi hún mér áður óþekkta tölu eða 95.6 kg, sem þýðir að ég er 2.8 kg minni fitubolla í dag en þegar ég gúffaði í mig síðustu kolvetnunum fyrir fimm dögum síðan.

Þegar ég stóð berrassaður fyrir framan spegilinn í morgun (I know, not a pretty sight!) fannst mér eins og ég væri aðeins minni rostungur í dag en þegar ég byrjaði. Í ljósi þess að ég hef vigtina mína enn þá grunaða um að vera lygamörður ákvað ég að draga fram hávísindalegt tól til þess að athuga hvort það gæti verið að ég væri í raun og veru minni í dag en áður. Málband! 

Á sunnudagskvöldið síðasta mældi ég mig fram og til baka og skráði samviskusamlega niður. Mál voru tekin af brjóstkassa, maga, læri og upphandlegg (þríhöfða). Niðurstöðurnar voru ótvíræðar og ágætis hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Magamálið hafði minnkað um heila fjóra sentimetra, brjóstkassinn og upphandleggurinn voru óbreytt en lærið hafði stækkað örlítið (skrifa það á rosalega æfingu í vikunni). 

Allt er þetta í rétta átt og ef guð lofar verður enn þá minna af mér til þess að elska að annari viku liðinni.