Friday, August 2, 2013

Að gefast upp á átakinu


Undanfarnir dagar hafa verið pínu erfiðir. Ekki að það sé erfitt að halda sig við að borða bara lág kolvetna fæði - það er eiginlega ekkert mál þessa dagana - heldur frekar hefur mér fundist svo lítið vera að gerast. Nánast óháð því hvað ég hef verið duglegur að forðast kolvetni og mælist dag eftir dag í ketosis-ástandi er ég alltaf jafn spikfeitur þegar ég stíg á vigtina. Ég get ekki neitað því að mér "finnst" ég vera grennri og málbandið segir aðeins aðra sögu en helvítis svikula vigtin mín.

Eftir að hafa heitið því að kveikja í vigtinni og henda henni út í tunnu gaf hún sig. Í dag er ég léttari en ég hef verið í heilt ár og var 94.4 kg þegar ég hlunkaðist fram úr í morgun. Það þýðir basically að ég hef léttst um 5.5 kg frá því ég var hvað þyngstur.

Ég var orðinn frekar frústreraður og fannst lítið vera að gerast í þessum pakka undanfarið. Í gær, hins vegar, neyddist ég til þess að drattast upp Esjuna með vinnufélaga mínum. Ég var búinn að vera að plana að fara aftur í ræktina eftir að hafa verið í pásu síðan ég byrjaði á LKL, en ekki haft mig af stað. Þannig að Esju-röltið í gær kom þessu hressilega á hreyfingu.

Það var svolítið merkilegt við að labba á Esjuna í gærkvöldi. Áður en ég lagði í hann fékk ég mér kaffibolla með kókosolíu út í og pínulítið oststykki en hafði ekki borðað kvöldmat. Þrátt fyrir rúmlega þriggja tíma fjallgöngu fann ég ekkert fyrir svengd allan tímann. Þegar ég kom aftur heim fékk ég mér vatn að drekka og svo einn NOW próteindrykk. Þetta ku vera eitt af því sem gerist þegar maður er á LKL - maður finnur ekki svo mikið fyrir svengd. Það er eiginlega dálítið gaman að hafa matarlystina sína "under control". Ég hef svo lengi verið í þeirri stöðu að truflast hreinlega af svengd, endrum og eins, og þurfa þá að raða í mig alls kyns rusli til þess að svala þörfinni. Það eru ekki "kalkúleraðar" ákvarðanir að baki því sem verður fyrir valinu þá - þvert á móti er það einfaldlega það sem er hendi næst. Gott að vera laus við það.

1 comment:

  1. Keep on going og ekki tapa þér i vigtinni vinurinn :) kv. Sælgætisgrisin

    ReplyDelete